Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:34]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég gæti ekki verið meira sammála og sérstaklega um þetta, að þegar við hjálpum fólkinu að aðlagast samfélaginu, hversu mikill auður það er fyrir okkur.

Mig langaði að spyrja hv. þingmann í seinna andsvari: Nú var Reykjanesbær eitt af fyrstu sveitarfélögunum til að gera þessa þjónustusamninga og við höfum séð að á undanförnum vikum hefur hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra verið að gera samninga við önnur sveitarfélög, en það eru stór sveitarfélög, sérstaklega hér á suðvesturhorninu, nær öll undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, því miður, Kópavogur, Seltjarnarnes, Garðabær, sem ekki eru að gera slíka samninga. Hvað getum við gert til að hvetja þessi sveitarfélög til að vera með í því að taka á móti fólki á flótta?