Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[22:50]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mig langar bara að ítreka það sem hefur komið fram í ræðum hv. þingmanna hér á undan mér, Andrésar Inga Jónssonar og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Mig langar jafnframt að minna á að dagskrárvaldið liggur hjá meiri hlutanum. Það er verið að tala um að Píratar séu ómálefnalegir með því að tala mikið í þessu útlendingamáli, en það lá skýrt fyrir áður en útlendingafrumvarp hæstv. dómsmálaráðherra var sett á dagskrá að Píratar myndu vilja fá að tjá sig rosalega mikið í þessu máli. Þannig að enn og aftur þá viljum við minna meiri hlutann á það að dagskrárvaldið liggur hjá þeim. Við munum með glöðu geði fara í gegnum öll málin sem eru á dagskrá akkúrat núna af því að persónulega finnst mér lagafrumvarp um peningasjóði bara rosalega áhugavert og ég væri til í að afgreiða það sem fyrst. Því ætla ég bara að taka undir með hv. þm. Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur um að vísa málinu aftur í nefnd og að við förum bara að klára þetta mál, alla vega í bili.