Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[22:51]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Það var boðað strax í upphafi umræðunnar að það ætti að senda málið til nefndar á milli 2. og 3. umr. Gefum okkur að meiri hlutinn ætli nú að hlusta í þetta skiptið á allar umsagnirnar og laga allt sem er að frumvarpinu. Það tekur ákveðið langan tíma. Það tekur jafn langan tíma og það myndi taka ef það væri sent í nefnd núna, áður en 2. umr. klárast. Þannig að það er enginn munur í rauninni á vinnu þingsins nema það að á meðan frumvarpið er svona gallað þá höldum við áfram að benda á alla gallana til að kveikja mögulega einhver ljós í hausunum á stjórnarliðum um að það er algerlega ótækt að senda þetta frumvarp inn í þingið.

Ég bið forseta enn og aftur að laga þessa dagskrá þannig að við getum unnið þingstörfin á eðlilegan hátt og fengið þingmál sem eru fullbúin hér inn á gólfið.