Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  3. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[00:45]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þar sem forseti var farinn áðan, þegar við tókum dæmi um mál sem hefði verið tekið inn í nefnd í 2. umr., þá vil ég nefna að hv. þm. Björn Leví Gunnarsson kom með dæmi um stjórnskipunarlög sem á 145. þingi voru ekki bara send einu sinni í nefnd í 2. umr. heldur tvisvar. Fordæmin eru því til staðar þó svo, eins og virðulegur forseti hefur bent á, að þau séu kannski ekki mörg. Virðulegur forseti hefur einnig talað um að honum finnist málið vera farið að dragast á langinn en mig langar að leita liðsinnis virðulegs forseta við að fá hingað í salinn einhverja af þeim sem hafa verið að þrýsta þessu máli í gegn. Umræðan um málið klárast mun hraðar ef hún er lýðræðisleg og gagnkvæm.