Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  3. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[03:41]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Það er alveg stórmerkilegt að þó að í nefndum sé hægt að kalla ráðherra fyrir nefndirnar — Ákveðinn hluti nefndar getur sagt: Ég vil fá ráðherra á fund — þá er einhvern veginn hérna í þingsal ekki það sama hægt, sérstaklega í þessu máli. Okkur er neitað um nefndastörf í þessu máli þannig að við erum í rauninni að taka nefndastörfin hingað inn í þingsal. Þá væri eðlilegt að við gætum fengið kannski ráðherrana til að koma og segja hæ og útskýra aðeins fyrir okkur hvernig þetta mál virkar á þeirra málefnasviði. En nei, það er ekki hægt. Ráðherrarnir segja bara: Já, það er búið að láta okkur vita. Þeir segja ekki einu sinni: Ég kem. Eða bara: Nei. Er ekki lágmarkskurteisi að segja bara: Nei, takk, ég ætla ekki að koma? En þeir bara svara ekki. Þeir eru með einhvers konar taktík sem mér finnst mjög spes. (Gripið fram í: Barnalegt.)