Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  3. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[03:46]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er kannski spurning hvort virðulegur forseti geti haft samband við ráðherrana og athugað hvort þeir séu á leiðinni í hús og ef ekki, þá kannski fresta fundi þangað til þeir hafa tök á því að koma.

En við höfum einnig beðið þingmenn Vinstri grænna og Framsóknar um að vera hér með okkur í umræðunum.

Hv. þm. Bryndís Haraldsdóttir kíkir hér inn í salinn öðru hverju og glottir og kallar kannski fram í. En hún virðist ekki vilja taka þátt í umræðunum eða svara því hvernig hún getur borið fram frumvarp sem brýtur í bága við stjórnarskrá og brýtur alþjóðasáttmála. Hvernig getur þingmaðurinn gert það og á sama tíma haldið drengskaparheit sitt við stjórnarskrána sem við þingmenn skrifum allir undir?