153. löggjafarþing — 60. fundur,  3. feb. 2023.

dagskrártillaga.

[10:57]
Horfa

Forseti (Jódís Skúladóttir):

Eins og tilkynnt var á síðasta þingfundi hefur forseta borist dagskrártillaga, svohljóðandi:

„Undirritaður gerir það að tillögu sinni, í samræmi við 1. mgr. 77. gr. þingskapalaga, að dagskrá næsta þingfundar verði svohljóðandi:

1. Störf þingsins.

2. Greiðslureikningar, 166. mál, lagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra. — 2. umr.

3. Peningamarkaðssjóðir, 328. mál, lagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra. — 2. umr.

4. Sértryggð skuldabréf og fjármálafyrirtæki (sértryggð skuldabréf), 433. mál, lagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra. — 2. umr.

Með þessu er lagt til að dagskrá 60. þingfundar verði samhljóða dagskrá 59. þingfundar, að því undanskildu að ekki er sett á dagskrá 382. mál, frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd).

Þess er óskað að tillagan verði borin upp til afgreiðslu í samræmi við áðurnefnda grein þingskapa.“

Undir þetta bréf ritar Andrés Ingi Jónsson.