Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 60. fundur,  3. feb. 2023.

dagskrártillaga.

[11:01]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við höfum ítrekað bent á að það eru greinar í þessu frumvarpi sem stangast bæði á við stjórnarskrá lýðveldisins, sem ég minni alla hv. þingmenn á að við höfum undirritað drengskaparheit um að verja, og við hina ýmsu sáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasáttmála Evrópu. Það eru fordæmi fyrir því að mál hafi verið tekin aftur til nefndar meðan þau voru enn til 2. umr. þegar nákvæmlega svona ástæður lágu fyrir, það voru hlutir í frumvörpum sem brutu í bága við stjórnarskrá. Það var lagað af nefndinni. Við höfum líka óskað eftir því að fá hingað hæstv. ráðherra til að taka þátt í umræðum með okkur, hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra og hæstv. mennta- og barnamálaráðherra. Við teljum líka að það að gefi okkur betri tíma til að eiga það samtal við þá ráðherra sem virðast vera mjög uppteknir og hafa ekki getað komið hingað og rætt við okkur.