Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 60. fundur,  3. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Það ætti bara líka að fara að auglýsa eftir ráðherra mannréttindamála hérna, sem er yfir þessari ríkisstjórn og ráðherrar í ríkisstjórn hennar eru ekki að sinna þinginu og mæta til að svara fyrir sína málaflokka. Kannski að ráðherra mannréttinda, forsætisráðherra, ætti að fara að láta sjá sig líka og útskýra fyrir okkur af hverju ráðherrar í hennar ríkisstjórn mæta ekki í þingsal.

Nú langar mig til að rifja upp hvað það er sem við erum að gera hérna. Við erum með frumvarp sem fjölmargir umsagnaraðilar eru sammála um að gangi á ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála og rökstyðja það með mjög góðum hætti. Það þýðir það að málið er ótækt til atkvæðagreiðslu í lok 2. umr. Það er bara algerlega málið. Þess vegna verður að senda málið aftur inn til nefndar, þannig að það sé hægt að koma til móts við þessi atriði sem er stjórnarskrárlegur vafi um.