Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 60. fundur,  3. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:47]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Bara til að árétta það sem hefur komið fram áður þá er viðvera ráðherra við þessa umræðu ill nauðsyn vegna þess að stjórnarmeirihlutinn hefur staðið í vegi fyrir því að vísa málinu til nefndar. Það er nefnilega svo augljóst hver hin auðvelda og þægilega leið hefði verið, hún hefði verið að hlusta á þessa umsagnaraðila, bregðast við þeim álitaefnum sem snúa að stjórnarskrárvörðum réttindum, bregðast við þeim álitaefnum sem snúa að réttindum barna á flótta. En af því að það var ekki gert á fyrri stigum þá þarf að gera það núna og það þarf að gera það inni í nefnd, núna en ekki milli 2 og 3. umr. Á meðan ekki er orðið við því þá verða ráðherrarnir sem fara með þessa sérstöku málaflokka að mæta hingað í þingsal (Forseti hringir.) og segja hvort þeir telji þetta (Forseti hringir.) ásættanlegt brot á réttindum barna. (Forseti hringir.) Hversu mikið má brjóta á rétti barna, hæstv. barnamálaráðherra? Af hverju þorir þú ekki að svara því?