153. löggjafarþing — 61. fundur,  6. feb. 2023.

frumvarp um útlendinga.

[15:20]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Árið 2017 átti að hlusta á Rauða krossinn og UNICEF. Við erum ekki að ræða gamalt frumvarp núna, við erum að ræða frumvarp sem er til umræðu í þingsal núna í 2. umr. og ef það á að vera vel afgreitt úr nefnd þá á það líka að vera vel afgreitt í 2. umr. hér í þingsal, ekki bara laga það einhvern veginn seinna, við þurfum að hafa þetta algerlega skýrt. En þar sem dómsmálaráðuneyti og meiri hluti allsherjar- og menntamálanefndar hunsuðu einmitt að gera mat á samræmi ákvæða frumvarpsins og stjórnarskrár við alþjóðlegar skuldbindingar, þvert á allar athugasemdir helstu fagaðila, hvað er þá ráðherra mannréttinda að gera til þess að búa ráðuneytið undir það að taka afleiðingunum af þessari lagasetningu? Eða í rauninni, með öðrum orðum: Hvernig ætlar ráðherra að axla ábyrgð ef aðvaranir umsagnaraðila raungerast?