153. löggjafarþing — 61. fundur,  6. feb. 2023.

aukinn fjöldi andláta á Íslandi.

[15:28]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa fyrirspurn. Ég vil bara segja það hér og er þess fullviss af þeim samtölum sem ég hef átt að þetta verði að sjálfsögðu rannsakað og við munum læra af því hvernig við fórum í gegnum þetta tímabil. Við í sjálfu sér beittum ekki neinum ráðstöfunum mjög ólíkum þeim sem voru að gerast í kringum okkur í heiminum. Ég held því að fleiri en bara við, íslensk þjóð, hafi áhuga á því að rannsaka þetta og læra af því tímabili sem við fórum í gegnum, hvaða ráðstöfunum var beitt og hvaða afleiðingar þær fólu í sér, m.a. þetta sem hv. þingmaður er hér að fara yfir. Ég held að fræðasamfélagið og vísindasamfélagið verði að taka þátt í því með okkur.