153. löggjafarþing — 61. fundur,  6. feb. 2023.

greiðsluþátttaka sjúklinga.

[15:36]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég ítreka þakkir til hv. þingmanns. Það er samhljómur með okkur í því hversu brýnt þetta málefni er. Það hefur lengi verið samningslaust en það er rétt að andi laganna var ekki sá, eða leiðbeining laganna, að þessu væri fyrir komið með þessum hætti í jafn langan tíma í reglugerð. Þannig að jú, bæði í þeim tilgangi að stefnan um jafnt aðgengi óháð efnahag gangi eftir og að lögin séu algerlega skýr um það að jafn langur tími geti ekki liðið þá er vissulega tilefni til þess að endurskoða lögin með það að markmiði að það nái fram að ganga sem hv. þingmaður fer hér yfir.