153. löggjafarþing — 61. fundur,  6. feb. 2023.

Katla jarðvangur.

[15:53]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég vil bara nota tækifærið og biðja hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur afsökunar af því að ég fór vissulega rangt með. Ég hafði einfaldlega rangar upplýsingar og það getur hent besta fólk. Ég sé enga ástæðu til þess að fara neitt í grafgötur með það, ég hafði rangar upplýsingar, fór með rangt mál og ég bið þingmanninn afsökunar. Það er alveg hárrétt að þessi starfshópur var skipaður í lok árs 2016. Þá var hv. þingmaður ekki hér til að hafa eftirlit með þessum málum þannig að það er engin leið að setja þetta yfir á hana.