Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 61. fundur,  6. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:32]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Þetta eru ekki góð vinnubrögð. Það getur vel verið að það sé ekki vaninn en í svona sérstöku máli þar sem ágreiningur er svona mikill og þar sem vitað er að stálin stinn myndu mætast í umræðunni í þingsal þá hefði auðvitað verið klókt hjá hv. þingmönnum sem styðja hæstv. ríkisstjórn að kalla einmitt eftir þessu mati fyrst þeir eru svo sannfærðir um að það hefði hvort sem er fallið með þeim. Þá hefðu hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki þetta á þau endalaust, að þau séu fúska og ganga í berhögg við stjórnarskrána í ákefð sinni við að koma þessu útlendingamáli í gegn.