Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 62. fundur,  7. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:05]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tók eftir því í gær þegar umræðan hér hélt áfram að það voru afar fáir í salnum. Mögulega var skýringa að leita í því að búið var að gefa út appelsínugular veðurviðvaranir og mögulega erfitt um vik með færð. En er forseta kunnugt um hvort í ljósi bættrar færðar og þess að engar sérstakar viðvaranir eru í gildi núna, hvort líkur séu til þess að fleiri hv. þingmenn, svo að við tölum nú ekki um hæstv. ráðherra, muni mögulega sjá sér fært að koma og taka þátt í umræðunni eins og við höfum ítrekað kallað eftir? Við hreinlega bara söknum þeirra, það væri mjög gaman. Við sáum það í upphafi þingfundar að mönnum liggur ýmislegt á hjarta um þetta mál.