Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

tímasetning þingfundar.

[10:33]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Oft er erfitt að skipuleggja sig í störfum þingsins, þingfundir fram á nætur, við vitum ekki hvenær þingfundir enda og ýmislegt svoleiðis. En í gær varð nú skringileg villa í tölvukerfi Alþingis þar sem að loknum þingfundi í gær var beðið eftir dagskrá næsta þingfundar sem gekk illa að birta og þegar hún loksins birtist stóð að þingfundur ætti að byrja kl. 12. Að sjálfsögðu trúir maður því og vinnan er undirbúin í samræmi við það. En svo er það víst villa þannig að það þarf að breyta öllu skipulagi, undirbúa öðruvísi, þingflokksfundir eru á öðrum tíma og alls konar svoleiðis sem bara veldur ákveðnu uppnámi. Ég myndi vilja spyrja forseta: Af hverju erum við að byrja kl. 10.30 fyrst dagskráin var fyrst birt þannig að við ættum að byrja kl. 12?