153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

meiri hlutinn á þingi.

[11:08]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Fyrst þetta síðasta. Ég var ekki að tala um að ríkisstjórnin ætti eftir að efna gefin loforð, ég sagði að hv. þingmaður, sem bar fram spurningu hérna áðan, vildi efna eigin loforð. Það hefur ekkert með ríkisstjórnina að gera. Öll þessi mál sem hv. þingmaður hefur talið hér upp að hann hafi verið ósammála, mörgum þeirra var ég líka ósammála. Já, ég greiddi atkvæði gegn landsdómi, svo dæmi sé tekið. (Gripið fram í.) En er það eitthvert innlegg inn í umræðu um það hvort meiri hlutinn eigi að fá að ráða? Hann verður bara að fá ráða. Þannig framkvæmum við lýðræðið og svo göngum til kosninga. Eins og það mál er ágætisdæmi um þá varð bara meirihlutaviljinn að fái að koma fram. Og hvernig fór svo fyrir flestum þeim sem greiddu atkvæði með því máli fyrir rest? Ég held að þeir hafi ekki komist vel frá því og margir þeirra hafa í millitíðinni beðist afsökunar. Þannig veltur hvert málið á eftir öðru fram í tímans rás. Við þurfum að halda áfram að bæta lýðræði þar sem það er hægt og um það snerist mín umræða hér sem hv. þingmaður hefur látið fara í taugarnar á sér. En nú eru þau hætt málþófinu þannig að við getum kannski farið að ræða eitthvað annað.