Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[12:22]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Velsældin getur gert fólk svo forréttindablint að það sér ekki mannréttindabrotin, það les ekki umsagnirnar, það hlustar ekki, það heyrir ekki. Það vill ekki vita í hvaða heimi það býr af því að við sem urðum svo lánsöm að fæðast hér og fá að búa hér höfum gert tiltölulega vel úr því. Við látum eins og heimurinn komi okkur ekki. Við látum eins og það komi okkur ekki við að milljónir eru á flótta, að loftslagsbreytingar hrekja fólk frá heimilum sínum og okkur finnst sómi að því að vísa fólki á götuna. Ég vona að þingmenn hér hugsi sinn gang í þessari atkvæðagreiðslu og greiði atkvæði gegn þessu frumvarpi. Það er enn tækifæri til að taka sönsum.