Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[12:24]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta er orðið ósköp aumt hérna í fimmtu tilraun. Þetta er mál sem var fyrst lagt fram af þáverandi dómsmálaráðherra, Sigríði Á. Andersen, sem einn stjórnarflokkanna, Vinstri grænir, náði síðan að hrekja úr ríkisstjórninni og alla tíð síðan hefur þetta mál verið þynnt út að því marki að það er í raun að engu orðið; mun ekki hafa nein teljandi áhrif, mun ekki hjálpa okkur að takast á við það gríðarlega stóra viðfangsefni sem flóttamannavandinn og hælisleitendur eru, mun ekki gera okkur kleift að hjálpa þeim sem eru í mestri neyð og velja þá úr til aðstoðar. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með því hvernig þetta mál hefur í raun orðið að engu. Líklega munum við þó styðja það, þingmenn Miðflokksins, hér eftir 2. umr. en svo verðum við að sjá, herra forseti, hvað gerist í nefndinni, hvort málið verður fullkomlega eyðilagt að því marki að það verði til tjóns.