Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[12:28]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra kom hingað upp í pontu og státaði sig af því að fólk í viðkvæmri stöðu yrði ekki svipt grunnþjónustu. Ég spyr: Hefur þú lesið 6. gr. frumvarpsins? Það skiptir ekki máli hvort fólk er í viðkvæmri stöðu eða ekki, þetta er samt fólk og á skilið mannréttindi. Hv. þm. Bryndís Haraldsdóttir taldi þetta vera mikla réttarbót. Ég mun vísa aftur í þessi orð hv. þingmanns þegar kemur í ljós að beiting þeirra íþyngjandi heimilda sem þetta frumvarp mælir fyrir um samræmist ekki stjórnarskrá eða meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Hv. þm. Bryndís Haraldsdóttir benti líka á að aldrei væru fleiri á flótta en nú. Það er rétt og þess vegna er mikilvægara að við byggjum upp innviðina okkar heldur en að loka okkur af og beita svona íþyngjandi heimildum. Hæstv. dómsmálaráðherra kom hingað upp og sagði einhverja þvælu sem er ekki svaraverð og loks langar mig að benda á ábyrgð VG í þessum málaflokki. Þetta er VG, mannréttindaflokkurinn; VG, flokkur sem ég hélt að stæði fyrir mannréttindi áður en ég gekk í Pírata, því greinilega skiptir það máli hver stjórnar.