Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[12:33]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er sannarlega fagnaðarefni að við séum þá loksins komin með hæstv. ráðherra í salinn til að ræða málin en hér í fyrir nokkrum vikum þá var ég hérna líka inni á þingi og ræddi það sama og óskin var sú sama og hér barst mér frétt um að boðið hefði verið til súpufundar þar sem ætti að ræða málin og öll væru velkomin. En þegar ég mætti þá var ég ekki öll. Það virðist vera svolítið stef VG, öll eru ekki endilega öll. Þrátt fyrir að þeim finnist kannski betra að vera búin að silkiklæða svipuna þá er ég ekki viss um að þeim sem hún er beitt á líði eitthvað betur með það. Það er ekki þannig sem þetta virkar. Það hefði verið betra að hlusta, þá hefðum við getað gert þetta almennilega.