Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[12:47]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Þrátt fyrir að hér sé um að ræða breytingu sem er í tengslum við aðrar breytingar í þessu frumvarpi þá er alveg ljóst að hér er um mjög slæma breytingar að ræða. Þetta gengur út á það að tryggja það að fólk sem er búið að fá synjun og jafnvel kemst ekki heim til sín, vill ekki fara heim til sín, hitt eða þetta, getur verið ýmislegt, lendi á götunni án heilbrigðisþjónustu án alls, öllum til vansa, öllum. Það er enginn sem græðir á þessu. Þetta mun auka álag á kerfið. Þetta mun ekki hvetja neinn til að fara. Það er engin þjónusta sem fólk er að missa af sem hefur eitthvert aðdráttarafl hérna. Það er bara ekki rétt. Ég segi nei við þessu ákvæði eins og flestu öðru í þessu frumvarpi.