Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[12:48]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Þegar önnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum vöktu margir athygli á því að Vinstri græn væru að leiða til valda í dómsmálaráðuneytinu mann sem væri nú kannski ekki þekktur fyrir sérlega mannúðlega stefnu í útlendingamálum. Það vissu þau og komu því fram eitt af öðru og sögðu að þau myndu standa vörð um þjónustu við fólk á flótta af því að varaformaðurinn geðþekki myndi jú annast þann málaflokk. Með þessari breytingu, herra forseti, sem hér er verið að gera er verið að fella niður aðkomu varaformannsins, hæstv. félagsmálaráðherra, um leið og endanleg niðurstaða liggur fyrir. Hvers vegna? Jú, vegna þess að þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir þá er þetta bara útlendingur en ekki lengur umsækjandi um vernd og þess vegna fær hann bara að gossa.