Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:01]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Í umsögn Amnesty International segir, með leyfi forseta:

„Tillögð lagabreyting felur í sér áhættu um að þessi málaflokkur verði sá eini sem lýtur málsmeðferð innan stjórnsýslunnar þar sem málsaðilum er ekki tryggður sá kostur að njóta réttar síns til raunhæfs úrræðis til að leita réttar síns í skilningi 13. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Miðað við ofangreint mun ákvæðið leiða til verulegrar skerðingar á réttarvernd umsækjenda um alþjóðlega vernd.“

Mannréttindaskrifstofa Íslands, með leyfi forseta: Til þess fallið að valda réttindamissi. Mannréttindaskrifstofa Íslands vísar til meginreglna stjórnsýslulaga, svo sem andmælaréttar og rannsóknarreglu, og réttarins til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu.

Mannréttindastofnun Íslands, með leyfi forseta:

„Svo skammur frestur getur að mati MHÍ brotið gegn réttinum til raunhæfs úrræðis til að leita réttar síns sem m.a. er tryggður í 13. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu …“ Umtalsverð réttindaskerðing.

Þetta eru það sem umsagnaraðilar segja. Þetta er það sem meiri hlutinn vill ekki fannst skriflegt álit á hvort sé rétt eða ekki.