Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:02]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Almennt í stjórnsýslulögum er þriggja mánaða kærufrestur á ákvörðun stjórnvalda. Hann var styttur niður í 15 daga í þessum málum og aðilar gátu verið sammála um að það væri nægileg stytting til að tryggja skilvirkni. Nú er að verið að afnema kærufrestinn og lögbinda greinargerðarfrestinn. Með ólögbundinn greinargerðarfrest, með greinargerðarfrest sem var eingöngu í starfsreglum kærunefndar útlendingamála, hefur það samt sem áður komið upp að móttöku greinargerðar sé hafnað vegna þess að hún barst eftir frest. Þau mistök voru sannarlega leiðrétt, en ég ímyndað mér hvernig sú framkvæmd verður þegar í lögunum stendur: Greinargerð skal berast innan 14 daga. Hún skal berast innan 14 daga. Ég veit alveg um lögfræðinga sem væru reiðubúnir að túlka það þannig að ef hún berst eftir 14 daga verði ekki tekið á móti henni. — Ég segi nei.