Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:08]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Hv. þm. Bryndís Haraldsdóttir segir ítrekað að það sé ekki verið að brjóta á mannréttindum í þessu frumvarpi. Hér erum við með dálítið skýrt dæmi um það að hv. þingmaður telur sig vita betur en t.d. Rauði krossinn á Íslandi, sem í sinni umsögn er með mjög góða úttekt á þessu sem ég hvet alla, sérstaklega áhugafólk um mannréttindi, til að lesa. Þar eru færð mjög skýr og sterk lögfræðileg rök fyrir því að þarna sé verið að brjóta á mannréttindum. Ef meiri hlutinn er svona ótrúlega sannfærður um að ekki sé verið að brjóta nein mannréttindi, hefði þá ekki verið minnsta mál að fá það staðfest af óháðum aðila fyrst Rauði krossinn er svona svakalega háður aðili sem ekkert er að marka? Ég segi nei.