Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:18]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P):

Virðulegur forseti. Eins og margir aðrir hv. þingmenn hafa komið inn á er þessari breytingartillögu ætlað að fella burt þetta ákvæði úr þessu frumvarpi sem er eitthvað það skelfilegasta sem er að finna í því, því að þrátt fyrir að einhverjir hv. þingmenn og hæstv. ráðherrar hafi talað um að hlífa viðkvæmum hópum þá eru bara ótal dæmi um það að einstaklingar sem tilheyra þessum viðkvæmu hópum fái ekki þá stöðu í kerfinu. Sem fulltrúi sem starfar innan stjórnsýslu sveitarfélags er náttúrlega mjög forvitnilegt að sjá að skilvirknin felist í því að koma þessu fólki bara yfir á sveitarfélögin sem eru náttúrlega nú þegar ansi illa haldin. Ég segi já.