Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:19]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Forseti. Hér er verið að ræða að fella úr frumvarpinu mjög hræðilegt ákvæði. Ég trúi því eiginlega varla að við stöndum hér árið 2023 og séum að ræða það að svelta flóttafólk til hlýðni. Ég skil ekki hvernig þetta getur verið einhvers konar svar eða einhvers konar lausn á vandamáli sem ríkisstjórnin stendur væntanlega frammi fyrir. Þetta er ekki lausn. Þetta eykur á útgjöld, þetta eykur á allan kostnað, þetta eykur á eymd, þetta eykur á veikindi, fátækt. Afleiðingarnar eru ófyrirséðar en þær verða kostnaðarsamar fyrir alla. Ég segi því já.