Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:29]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Virðulegi forseti. Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja varðandi þessa 6. gr. Í fyrsta lagi hefur kærunefnd útlendingamála, sem er úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi, komist að þeirri niðurstöðu að þessi aðgerð sé ólögmæt, þannig að nú ætlar hæstv. dómsmálaráðherra að lögfesta þetta. Allt eðlilegt hér. Það eru ákveðnar líkur á því að þetta fari gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Umsagnaraðilar hafa lagst mjög harkalega gegn þessu ákvæði í mörg ár. Svo er ásetningurinn á bak við setningu þessa lagaákvæðis bókstaflega að hrekja fólk burt með því að svipta það grunnþjónustu. Það er ákveðin mannvonska fólgin í því. Ekki er heldur gætt meðalhófs við beitingu þessarar heimildar.

Að lokum vona ég að fólk viti nákvæmlega hvað er verið að samþykkja. Aðgerðin sem var beitt gegn Palestínumönnum fyrir tveimur árum, þar sem þeim var hent á götuna og síðan komist að því að það hafi verið ólögmætt, það er verið að lögfesta það núna og þið eruð samþykkja það núna.

Ég segi nei. Og í þriðja lagi er galin lausn að setja ábyrgðina yfir á sveitarfélögin. Hvað er að ykkur?