Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:37]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Forseti. Svipting þjónustu eftir 30 daga. Ég get varla byrjað að útskýra hversu ótrúlega sorgleg þróun mér þykir þetta vera. Umsagnir fara á móti þessu og þær eru svo margar. En þar má helst nefna að það sé vegna þess að þetta skerðir mannréttindi einstaklinga. Þetta eykur á neyð. Þetta mun gera það að verkum að við verðum hér með heimilislaust fólk sem mun ekki verða til þess að það verði minni kostnaður fyrir ríkissjóð heldur þvert á móti. Hér er verið að samþykkja að auka á neyð fólks. Og hvað gerist ef flóttafólk verður hér og er ekki með heimili og er ekki með þjónustu? Það verður útsettara fyrir ofbeldi og mansali. Ætla ég að samþykkja það? Ég segi nei.