Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:42]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Ég segi nei af því að Mannréttindastofnun Háskóla Íslands segir t.d., með leyfi forseta:

„Efni frumvarpsins varðar með augljósum hætti mannréttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd. Til dæmis: brottfall þjónustu (6. gr.) varðar 1. mgr. 76. gr. stjskr. og 65. gr. stjskr.“

Einnig segir Mannréttindastofnun Háskóla Íslands:

„Gerð er alvarleg athugasemd við frumvarpið að þessu leyti þar sem ekki virðist hafa verið tekin afstaða til þess hvernig ákvæðið samrýmist mannréttindaskyldum ríkisins á grundvelli stjórnarskrár og alþjóðasamninga.“

Ég segi nei við þessu. Og „getur algert brottfall aðstoðar við umsækjendur um alþjóðlega vernd, sbr. fyrrnefnd mál, í alvarlegustu tilvikunum falið í sér ómannúðlega meðferð í andstöðu við 68. gr. stjskr. og 3. gr. MSE“, sem er bann við ómannúðlegri meðferð. Þetta er mannúðin í þessu frumvarpi. Ef ég rölti hérna aðeins í hring þá sé ég engan forsætisráðherra, hún er skráð úr húsi. Hvernig getum við verið að hugsa um þetta frumvarp hérna þegar forsætisráðherra sleppir því að mæta í svona atkvæðagreiðslu? Í alvöru? Hvar er mannúðin í þessu?

(Forseti (BÁ): Hv. þingmaður segir? )

Ég byrjaði á því.

(Forseti (BÁ): Hv. þingmaður segir sennilega nei.)

Ég byrjaði á því í upphafi ræðunnar.