Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:49]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Herra forseti. Hér er verið að koma sérreglum á fót í lögum um útlendinga, nr. 80/2016, sem varða málsmeðferðarreglur einstaklinga sem verður beitt af stjórnvöldum. Það er verið að gera vægari kröfur til stjórnvalda með því að afnema sjálfsagðan rétt fólks til að fá ákvörðun endurskoðaða vegna nýrra gagna eða breyttra forsendna. Samkvæmt núgildandi lögum er þessi heimild til staðar og nú er verið að afnema hana. Almenna reglan er sú að ef sérlög gera vægari kröfur til stjórnvalda þá þoka þau fyrir almennum stjórnsýslulögum. Hingað til hefur málsmeðferðarreglum og meginreglum stjórnsýsluréttar verið beitt við meðferð þessara mála og það hefur bara virkað nokkuð vel. Ég skil ekki alveg af hverju við erum að setja nýjar reglur á fót sem eiga eftir að mótast í framkvæmd og erum bara eiginlega að umturna þessum málaflokki. Af hverju fær Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála einhverja sérmeðferð og einhverjar sérmálsmeðferðarreglur? Ég segi nei.