Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:56]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Herra forseti. Í 2. mgr. 4. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, segir, með leyfi forseta: „Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála, lögregla, sýslumenn, Þjóðskrá Íslands og önnur stjórnvöld annast framkvæmd laga þessara.“ Því finnst mér bara gersamlega fráleitt að það séu settar á fót einhverjar sérreglur sem gilda um útlendinga jafnvel þó að það sé stjórnvald sem fer með framkvæmd mála þeirra.

Hvers vegna lítum við svo mikið niður á útlendinga að við séum að setja einhverjar sérmálsmeðferðarreglur á fót, einhverjar reglur sem hafa mótast í framkvæmd nú þegar? Við erum bara að víkja frá þeim út af því að við viljum ekki taka við fleira fólki, við nennum því ekki, við viljum auka skilvirkni. Þetta er ekki að auka skilvirkni, virðulegi forseti. Ég segi nei.