Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:57]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P):

Virðulegur forseti. Við höfum ítrekað verið að tala um stjórnarskrána í umræðunni um þetta mál og í ljósi þess hversu mikið er um alls konar sérreglur þar sem við erum að taka úr sambandi stjórnsýslulög og önnur ákvæði eftir geðþótta, hvernig dettur okkur þá í hug að það sé nóg að spyrja bara ráðuneytið hvort þetta sé í lagi samkvæmt stjórnarskrá? Hvernig dettur okkur í hug að fá ekki úr því skorið í það minnsta, fá einhvern hlutlausan aðila til að fara yfir þetta og meta þetta? Aftur vík ég að sama punkti: Við erum að taka úr sambandi grundvallarréttindi fólks. Hvernig getum við gert þetta? Hvernig getum við tekið úr sambandi grundvallarréttindi fólks? Ég segi nei.