Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:04]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Hér er lagt til að fella brott úr lögum þá sérreglu íslensks réttar sem kveður á um að ef meira en 12 mánuðir eru liðnir frá því að umsókn um alþjóðlega vernd berst skuli taka hana til efnismeðferðar. Slík sérregla gerir það að verkum að í þeim tilvikum þegar álag er mikið á stjórnsýsluna þá virkjast ákvæðið og leggur enn meira álag á hana. Það skal tekið fram að eftir sem áður munu stjórnvöld þurfa að ljúka máli og þessi breyting veitir engan afslátt af því. Munurinn er einfaldlega sá að fólk mun ekki sjálfkrafa fá efnismeðferð þótt tafir hafi orðið á afgreiðslu umsókna. Mér finnst það bara liggja beint við að skora einfaldlega á stjórnvöld að manna þær stofnanir í íslensku samfélagi og íslenskri stjórnsýslu sem þurfa að taka á þessum erfiðu málum og gera kerfið skilvirkt sem því nemur. Það á enginn að þurfa að bíða hér árum saman eftir því að fá úrlausn á því hvort hann er velkominn að búa með okkur eða ekki. Þetta er í boði stjórnvalda.