Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:05]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Tillagan sem hér er lögð fram, breytingartillaga af hálfu hv. þm. Eyjólfs Ármannssonar, var inni í frumvarpinu áður. Þetta er ákvæði sem hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra var rétt áðan að stæra sig af því að Vinstri græn hefðu náð út úr frumvarpinu, sem myndi svipta íslensk stjórnvöld heimild til að taka til efnismeðferðar mál fólks sem t.d. hefur fengið vernd í Grikklandi. Ég vil hins vegar benda á það að jafnvel þó að þetta sé þarna — þetta er mun hreinlegri tillaga sem hv. þm. Eyjólfur Ármannsson er að leggja til. Ég er ósammála henni eins og þið sjáið, en hún er mun hreinlegri en þessi klasaklúðurslega leið meiri hlutans hérna til að hola þetta ákvæði að innan, í stað þess að afnema það bara eins og hv. þm. Eyjólfur Ármannsson leggur til. Það væri hreinlegra, það væri heiðarlegra. Ég segi nei.