Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:10]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Í heiminum eru 30 milljón manns á flótta. Á síðasta ári komu 820.000 umsækjendur um vernd til Írans. Nú gætu stjórnvöld í Íran tekið þá ákvörðun að setja sambærilegt ákvæði í lög um útlendinga þar í landi, þess efnis að allir þeir sem koma þangað sem mögulega hafa einhver tengsl við Ísland, að þeim finnst, eigi að verða sendir til Íslands af írönskum stjórnvöldum, alveg óháð því hvort viðkomandi hafi heimild til að koma til landsins eða geti fengið hér dvalarleyfi. Heyrið þið hvað þetta er galið? Heyrið þið hvað þetta er galin hugmynd? Þetta er ákvæði sem meiri hluti ætlar að samþykkja hér. Við erum að tala um öll ríki heimsins fyrir utan Dyflinnarreglugerðina, (Forseti hringir.) öll þriðju ríki sem eru ekki aðilar að Dyflinnarreglugerðinni geta farið í þennan leik sem íslensk stjórnvöld ætla að leika með sína vanvirku utanríkisþjónustu. (Forseti hringir.) Þetta er ekki gerlegt. Þetta er alger della.