Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:12]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P):

Virðulegi forseti. Ég tek undir margt af því sem aðrir þingmenn hafa komið inn á varðandi það hversu grimmilegt það er að vísa fólki til landa sem það kannski telur sig ekki endilega sjálft tilheyra. Það sem ég geld kannski helst varhuga við er að Útlendingastofnun meti þetta. Það hlýtur að vera býsna skrýtið í ljósi þess hversu mikla óbilgirni Útlendingastofnun hefur gjarnan sýnt í málum, hefur orðið afturreka með mörg þeirra. Að setja svona matskenndar forsendur inn — það má benda á að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við þessu þannig að varla erum við að standast þau viðmið. Ég segi nei.