Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:15]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Herra forseti. Það er verið að leggja fram þetta lagafrumvarp í fimmta skiptið núna og það er loksins komið til atkvæðagreiðslu. Samt sem áður er það algjört drasl með ómannúðleg og óframkvæmanleg lagaákvæði eins og þau sem við erum að afgreiða núna í 8. gr. Ef það hefði verið raunverulegur vilji hæstv. dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar að auka skilvirkni í þessum málaflokki þá hefði þetta frumvarp verið unnið með sérfræðingum í þessum málaflokki. Þá hefði hv. allsherjar- og menntamálanefnd tekið mark á þeim umsögnum sem hafa borist, þau hefðu tekið mark á þeim áhyggjum sem þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lýst yfir í pontu. Þetta frumvarp er bara algjört skítamix. Síðan kom hv. þm. Bryndís Haraldsdóttir hingað upp og las upp hvernig ákvæðið yrði orðað í heild sinni varðandi það sem teldist eðlilegt og sanngjarnt. Ég get lofað hv. þingmanni að því verður ekki beitt svona. Orðalagið er rosalega vítt, það er rúmt og framkvæmdin verður ekki svona mannúðleg.