Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:18]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Forseti. Hér er m.a. verið að tala um tafir sem eru á ábyrgð annarra þannig að nú verða börn látin líða fyrir athafnir annarra. Mig langar aðeins að lesa upp úr umsögn Rauða krossins á Íslandi um þessa grein, með leyfi forseta:

„Er hér raunar lagt til að börn missi rétt til efnismeðferðar ef foreldrar þess eða umsjónarmenn teljast vera valdir að töfum. Hingað til hafa börn verið talin eiga sjálfstæðan rétt til efnislegrar meðferðar eftir 12 mánaða dvöl á landinu, bæði óháð því hvenær lokaákvörðun var birt í máli þeirra og ástæðum fyrir lengd dvalar hér á landi. Umrædd breyting tekur ekki tillit til sérstakra þarfa barna og er ekki í samræmi við meginreglu barnaréttar um að við ákvarðanatöku skuli hafa bestu hagsmuni barna að leiðarljósi …“

Þetta er afturför eins og svo margt annað í þessu frumvarpi og því segi ég nei.