Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:30]
Horfa

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (F):

Frú forseti. Við erum hér m.a. að greiða atkvæði um að sett verði í lög að gerð verði sérstök reglugerð um mat á hagsmunum barna sem sækja um alþjóðlega vernd. Það hafa verið sérviðmið í reglugerð um útlendinga sem varða börn og ungmenni og þar er m.a. fjallað um fylgdarlaus börn og þá viðkvæmu stöðu sem þau eru í. Með þeirri breytingu sem hér er lögð fram er tryggt að gert verði hagsmunamat fyrir börn sem sækja hér um vernd í samstarfi við þann ráðherra sem fer með málefni barna og barnaverndar. Þetta er mikilvægt mál og ég segi já.