Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:31]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Aftur kemur fram í greinargerð með frumvarpinu við þetta ákvæði að verið sé að skýra lögin. Það er ekki verið að skýra þau. Það sem Útlendingastofnun þykir óskýrt við núgildandi lög er að þau geta ekki synjað um dvalarleyfi vegna ríkisfangsleysis ef fólk hefur ekki ákveðin réttindi á að enda í því ríki sem á að senda það til. Það er verið að víkka út heimild Útlendingastofnunar til að synja fólki sem er ríkisfangslaust og óumdeilanlega ríkisfangslaust um dvalarleyfi hér á landi á grundvelli ríkisfangsleysisins, ekki til að skýra lögin heldur til að auka heimildir Útlendingastofnunar. Útlendingastofnun finnst lögin óskýr vegna þess að hún er ósammála þeim. Ég segi nei.