Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:36]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S):

Forseti. Eining fjölskyldunnar er grundvallarréttur fólks á flótta. Með þessu ákvæði er ekki verið að ganga á þann rétt. Það er ekki verið að koma í veg fyrir að fólk geti sameinast hér og óskað eftir fjölskyldusameiningu. Í einu ákvæðinu er um ívilnandi þátt að ræða hvað varðar kvótaflóttamenn, þannig að þær ræður sem hafa verið fluttar hér og sögur af slíku þar sem maður er talinn af, finnst svo í flóttamannabúðum og á þá ekki rétt á að koma til landsins, eru alrangar. Viðkomandi maður ætti einmitt rétt á að koma til landsins, eins og maki hans eða aðrir sem hafa komið, og fá öll þau réttindi sem því fylgir. Með þessu ákvæði er því ekki verið að ganga á rétt flóttafólks til fjölskyldusameiningar.