Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:37]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P):

Virðulegi forseti. Það sætir nokkurri furðu að hv. þingmenn sem við höfum óskað eftir að fá hingað í umræðuna dögum og vikum saman en hafa ekki sinnt því, koma hér núna og gera grein fyrir atkvæði sínu og fara að skýra hina og þessa hluti í málinu. Mér finnst þetta óskiljanlegt. Af hverju getum við ekki rætt þetta þegar það er vettvangur til að ræða þetta? Hér erum við bara að horfa upp á aftur það sem ótal umsagnaraðilar benda á; þetta er að rýra rétt fólks til fjölskyldusameiningar. Og aftur: Börn eiga skýlausan rétt á umgengni við foreldra sína og ég ætla mér að standa með börnunum í þessu máli og segja nei.