Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:39]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Forseti. Barnaheill er með kafla í umsögn sinni sem heitir: Ekki rýra rétt barna til fjölskyldusameiningar, 13. gr. Þar segja þau, með leyfi forseta:

„Í þessari grein frumvarpsins eru settar takmarkanir á það hver eiga rétt á fjölskyldusameiningu eftir að alþjóðleg vernd hefur veri veitt. Um þessa grein vilja Barnaheill draga fram mikilvæg réttindi barna til að fjölskyldusameiningar skv. barnasáttmálanum, sbr. 9. og 10. greinar hans. Afar mikilvægt er að rýra ekki rétt barna til að sameinast foreldrum sínum og skulu ríki, skv. 10. grein barnasáttmálans, með jákvæðu hugarfari afgreiða beiðni barns eða foreldris þess um að koma til eða fara frá aðildarríki vegna endurfunda fjölskyldu. Mikilvægt er því að breytingartillögur frumvarpsins skerði ekki réttindi barna til fjölskyldusameiningar. Um þetta taka Barnaheill einnig undir sjónarmið Rauða krossins og Mannréttindaskrifstofu Íslands um rétt til friðhelgi einkalífs sem varinn er af 71. grein stjórnarskrár og 8. grein mannréttindasáttmála Evrópu.“

Heimild til að aðskilja fjölskyldur á flótta rýrir rétt barna til fjölskyldusameiningar.

Forseti. Ég segi nei.