Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:45]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Forseti. Hér erum við að tala um grein sem rýrir rétt kvótaflóttafólks til fjölskyldusameiningar. Eins og ég hef gert áður þá tala ég út frá umsögnum frá sérfræðingum í þessum málaflokki. Ég ætla aðeins að tala um umsögn Rauða krossins á Íslandi um þessa grein, með leyfi forseta:

„Leitarþjónusta Rauða krossins og Rauða hálfmánans vinnur að því um allan heim að sameina fjölskyldur. Er það reynsla Rauða krossins að aðskilnaður getur oft varað árum saman, allt eftir aðstæðum á hverjum stað og möguleikum til leitar. Tryggja þarf að fjölskyldum sem búa við slíkar aðstæður sé ekki meinað að sameinast byggt á því að annað hjóna hafi þegið boð um komu hingað til lands.“

Þetta ákvæði er líklegast til að koma niður á t.d. hinsegin fólki á flótta. Hver er tilgangurinn með því að neita fólki að sameinast fjölskyldu sinni, að útrýma einmanaleika og eymd í nýju landi? Hver er tilgangurinn? Ég segi nei, forseti.