Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:52]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P):

Virðulegi forseti. Hér hefur hv. þm. Bryndísar Haraldsdóttur bent okkur á að hún geti lesið alveg eins og við hin. En miðað við hversu rosalegur munur er á skilningi okkar á þeim texta sem hefur komið fram í þessu þá er einhvers staðar þar sem okkur ber ekki saman. Það eru ekki bara við sem erum að benda á að þetta geti komið sérstaklega niður á hinsegin fólki í leit að vernd. Það eru ótal umsagnaraðila sem benda á það. Það hefur bara skort á þessa málefnalegu umræðu sem er þó kannski loksins að eiga sér stað hérna þegar við gerum grein fyrir atkvæðum okkar en það hefði verið svo rosalega gott ef við hefðum geta tekið hana í umræðunni þar sem hún á heima. Ég segi nei við þessu ákvæði.