Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:58]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Ég styð þessa breytingartillögu heils hugar, enda er þetta ein af þeim breytingum sem væri kannski hægt að gera til að hafa einhvers konar vit í þessum breytingum. Það sem hv. þm. Helga Vala Helgadóttir er að leggja til að við gerum er að við samræmum útreikning tímafresta í lögunum í rétta átt. Það er nefnilega lagt til í frumvarpinu að við samræmum útreikning tímafresta í öfuga átt, í þá átt að það gildi að tímafrestirnir séu á meðan málsmeðferðin er í gangi, þannig að lögreglan hefur alla ævi viðkomandi til að reyna að koma honum úr landi og viðkomandi öðlast engan rétt. Það er það sem frumvarpið ætlar að gera. Það sem hv. þm. Helga Vala Helgadóttir er að leggja til er að við höfum frestina þannig að þeir séu frá ákvörðun og þangað til stjórnvöld eru búin að framfylgja ákvörðuninni. Þetta er mjög góð breyting. Ég styðja hana. Ég hvet alla til að styðja þessa breytingu.