Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[15:00]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Virðulegi forseti. Það er mjög í anda þessarar ríkisstjórnar að gefa ráðherra aukna reglugerðarheimild til að mæla fyrir um réttindi og skyldur manna, þá sérstaklega réttindi og skyldur manna sem eru í viðkvæmri stöðu. Ég ætla að segja nei við þessu lagaákvæði og ég ætla að segja nei við þessari auknu reglugerðarheimild af því að ég treysti bara hæstv. dómsmálaráðherra ekki fyrir horn og ég treysti honum ekki til að semja reglur um réttindi og skyldur fólks sem er nú þegar í rosalega viðkvæmri stöðu.